Veri þeir velkomnir.

Er ekki sama hvaðan gott kemur? Kínverski drekinn liggur á þvílíku gullmagni, að allir ormar heimsins skammast sín.

Verum nú einu sinni sniðug! Segjum við Kínverjana, fyrstir koma fyrstir fá.  Byggið stórskipahöfn á norðausturlandi fyrir kaupskipaflota ykkar og annarra, risahöfn sem þið hafið forgang að þegar siglingaleiðin yfir N-skautið opnast. Best að byrja strax, þannig að allt verði tilbúið eftir 5-6ár en þá má búast við að leiðin yfir skautið sé um það bil að verða greiðfær. Að sjálfsögðu verður svo í lagi, að herskip á ykkar vegum sem kunna að eiga leið framhjá, fái að koma við til að taka vistir og leita viðgerða.

Þetta yrði gríðarleg lyftistöng fyrir skulduga plebba eins og okkur. Plebba sem hafa spilað rassinn úr brókunum og eru að tapa mjólkurkúnum. Auðvelt er að fara á ýmyndunar flipp í þessu sambandi. Nokkur þúsund fengu vinnu við framkvæmd, og í framtíðinni yrði þarna vinnustaður þúsunda. Höfnin nýttist svo til olíuleitar, sem Kínverjarnir fengu forgöngu að. Ýmyndið ykkur verðmætin sem færu þarna um ef megnið af vöruflutningum Kína, til og frá Evrópu færu þarna um. Og ekki bara Kína! Japan og Kórea myndu nýta sér N-skauts leiðina líka!! Og aagagg-gagg, hafnargjöldin maður minn af svona dæmi. Ekki ólíklegt að hafnarsjóðurinn velti fleiri aurum en ríkissjóður nú.

Nú, álver reisa þeir svo ekki langt frá höfninni, samsetningaversmiðjur af margvíslegu tagi vegna lægri tolla héðan á Evrópu. Alvöru flugvöllur, og svona má lengi telja.

Þeir sem hafa úthrópað stjórnvöld fyrir að vera á móti atvinnusköpun í landinu, geta ekki verið á móti þessu ----- eða hvað?

Svo látum ekki happ úr hendi sleppa, og Sjanghæum Kínverjana strax!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband