12.5.2010 | 05:50
Jesús Pétur!
Er Hannes Hólmsteinn dauður og orðinn að engli?
Ég nappaði eftirfarandi af blogginu hans: En úr því að ég er með ráðherrann á línunni, ef svo má segja, langar mig til að spyrja hana þriggja spurninga:
- Hvernig finnst þér sem gömlum baráttumanni gegn Evrópusambandinu að sitja í ríkisstjórn, sem sótt hefur um aðild að Evrópusambandinu?
- Hvernig finnst þér sem ötulum stuðningsmanni þjóðlegrar reisnar að sitja í ríkisstjórn, sem etur úr lófa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lætur sér lynda, að hann sé hér handrukkari fyrir Breta?
- Hvernig finnst þér sem áköfum gagnrýnanda auðmanna að sitja í ríkisstjórn, sem vildi greiða skuldir óreiðumanna erlendis, án þess að henni bæri nein lagaskylda til þess?
Á gamalli og merkilegri bók er talað um það, hvað það stoði manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgera sálu sinni.
Athugasemdir
Nenni ekki að tala um Hannes en verð að segja að höfundarmyndin þín er ein sú albesta sem ég hef rekist á var hún tekin fyrir eða eftir hádegi ?
Brattur, 22.5.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.