15.8.2010 | 04:45
ESB, hefur ekkert að bjóða sem er betra en súr hvalur.
Oft er minnst á blessaðar hvalveiðarnar. Þögnin um önnur veiðibönn er nánast alger. Selveiðar munu heyra sögunni til og háfar teljast í útrýmingarhættu.
ESB hefur ekkert að bjóða sem er betra en súr hvalur. Sel og þær afurðir sem hann gefur af sér þurfum við að fara að nýta á ný. Selskinn er einhver besta vara sem til er. Skynsamleg nýting selastofna er af hinu góða, en viðbjóðsleg plastdrullan sem notuð er í fataiðnaði ógnar lífríki selarins. Hákarlinn má synda sinn sjó.(þó ég muni sakna beitunnar) En reyni helvítin að taka af mér skötuna, gríp ég til vopna.
Gætu tekið Noreg á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.